Sunnudagurinn 11. maí

– mikið um dýrðir

Vinamessa kl. 11.

Vinir úr Sauðárkrókssöfnuði koma í heimsókn. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur undir sjórn Rögnvaldar Valbergssonar, organista. Organisti Seltjarnarneskirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, tekur þátt. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi þjónar fyrir altari. Fulltrúar safnaðanna lesa ritningarlestra. Veitingar að athöfn lokinni.

Tónleikar Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju kl. 13. 

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar. Létt lög úr ýmsum áttum. Ókeypis aðgangur.

Fjölskylduball í félagsheimili Seltjarnarness kl 16-18.

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur og syngur í félagsheimilinu. Tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og tjútta í skagfirskri sveiflu. Ókeypis aðgangur.

Sunnudagurinn 4. maí

fermingar faetur

Messa með fermingu kl. 11.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. 

Fermingarmessa kl. 13.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.

Sunnudagurinn 25. maí

Guðsþjónusta kl. 11.

Sr.Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Sr. Ragnar Gunnarsson segir frá Kristsdegi sem haldinn verður í Hörpu í september. þrír sálmar frumfluttir í athöfninni  eftir sr. Kristján Val Ingólfsson, vígslubiskup, er hann færir kirkjunni að gjöf vegna 25 ára vígsluafmælis. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Jón Guðmundsson leikur á flautu. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja Ritningarlestra lesa þau Svana Helen Björnsdóttir og Guðmundur Einarsson. Kaffiveitingar.