Fimmtudagurinn 9. maí

Dagur eldri borgara í Seltjarnarneskirkju
kl. 11 á uppstigningardag

Messa á Degi eldri borgara í Seltjarnarneskirkju kl. 11.
Ingibjörg Hannesdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, flytur hugleiðingu.

Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur.

Eldri borgarar úr Garðabæ koma í messuna og lesa ritningarlestra.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar, ásamt Friðriki Vigni Stefánssyni, organista.

Veitingar eftir athöfn í boði kirkjunnar. Friðrik organisti leikur á harmónikku undir almennan söng undir borðum.

Sunnudagurinn 28. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Félagar úr Lionsklúbbi Seltjarnarness taka þátt og færa Seltjarnarneskirkju 250 nýjar sálmabækur að gjöf.

Ægir Ólason og Gunnar H. Pálsson lesa ritningarlestra. Örn Johnson les bænir. Bragi Ólafsson, formaður Lionsklúbbsins fyltur ávarp.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar, ásamt Bjarna Þór Jónatanssyni, organista. Selkórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish.

Kaffihlaðborð í boði Lionsmanna eftir athöfn.

Sunnudagurinn 21. apríl


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Sr. Toshiki Toma þjónar ásamt Þóru Guðmundsdóttur, organista. Þóra Passauer leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffi og með því eftir athöfn.