3. maí

Fyrir því er það þá líka, að eigi maður þá uppsprettulind í hjarta sínu, sem nefnist lífið í Guði,
þá þarf maður ekki að ferðast langa vegu, til þess að sækja sér gleði og ánægju. Þá getur margur, jafnvel þótt hann verði gamall og hrumur, setið heima hjá sér og verið glaður í skapi og með hugann fullan af þakklátsemi. Þá getur það eitt: að lesa lítinn kafla í Biblíunni eða nokkur sálmvers í sálmabókinni látið einfalda sál finna til þess, að vér höfum Guð alltaf hjá oss og að fyrir því vantar mann í raun og veru ekki neitt. (Har. Níelsson)
(Heimild: Það er yfir oss vakað)