13. apríl

Að skipið sé á sjónum er gott og alveg eins og það á að vera, en það er rangt og skaðlegt ef sjórinn fyllir skipið.
 Þannig er það einnig rétt og viðeiganda að við séum í heiminum, því með þeim hætti erum við til og getum hjálpað öðrum áleiðis að takmarki lífsins; en að heimurinn sé inni í okkur, það er að segja að hann brjótist inn í hjörtu okkar, það er eyðilegging og tortíming. Maður bænarinnar varðveitir ætíð hjarta sitt í hlýðni við hann sem skapaði hjartað sem musteri sitt, og þannig lifir hann í friði og öryggi bæði í núverandi heimi og hinum næsta. (S.S. Singh)
 
 (Heimild: Við fótskör meistarans)