31. mars

Ríki himins á jörð samtengir jarðneskan frið hinum himneska friði, sem er hinn sanni og eini réttnefndi friður.
Sá friður er fullkomið samfélag og eining, þar sem allir gleðjast í Guði og hver með öðrum í Guði. Ríki himins gefur þennan frið þegar hér á jörð þeim, sem í trúnni þreyta skeiðið og lifa réttilega í þessari trú, með hinn himneska frið að markmiði í hverju góðu verki fyrir Guð og náungann.  (Heil. Ágústínus)
(Heimild: Speki Ágústínusar)