13. október

Birt í Orð til umhugsunar

Heilagur Filippus frá Neri átti við erfiðan skapbrest að stríða. Hann var þrætugjarn og auðreittur til reiði og varð því oft að þola ofsafenginn viðbrögð og reiði annarra.
 Dag nokkurn fannst honum hann ekki þola þetta meir. Hann hraðaði sér til kirkju og kraup við mynd Krists og bað hann heitt og með tárum að taka frá sér reiðina. Síðan gekk hann vongóður út. Hann var ekki fyrr kominn út úr kirkjunni en bróðir einn verður á vegi hans sem hellir sér yfir hann fúkyrðum og látum. Filippus svaraði í sömu mynt, og hélt titrandi af bræði áfram göngu sinni og rakst þar á  annan bróður sem alltaf hefði verið honum elskulegur og hjálplegur, en nú er hann allt í einu afundinn og fúll í viðmóti. Filippus hleypur aftur til kirkju og kastar sér niður frammi fyrir mynd Krists og kveinar: ,,Drottinn, bað ég þig ekki að frelsa mig frá þessari reiði?” Og Drottinn svaraði:
,,Jú, Filippus, og einmitt þess vegna hef ég margfaldað þau tækifæri sem ég gef þér til að læra.”  (Anthony Bloom: School of Prayer)
 
(Heimild: Orð í gleði)