20 september

Birt í Orð til umhugsunar

Stundum finnst okkur við vera í sjálfheldu og ekkert vera eins og við vildum og okkur finnst við komin í þrot. Sé svo um þig – hlustaðu þá eftir rödd Guðs í orði og bæn. Þá muntu heyra Guð hvísla að þér: ,,Hættu ekki!

Gefstu ekki upp! Leyfðu mér að sitja hjá þér og við skulum spila saman. Leggðu fram þína trú, von og kærleika, hversu smátt og veikburða sem þér finnst það vera, ég mun ummynda það til góðs og gleði.” Þetta er verk Guðs anda, hin hljóðláta rödd og blíði blær, sem laðar og líknar og leiðir. (Alltid elskad)

(Heimild: Orð í gleði)