17. september

Birt í Orð til umhugsunar

,,Biðjið án afláts.” (1. Þess. 5.17)

Blaðamaður spurði Móður Teresu hvað hún segði við Guð í bænum sínum. Hún svaraði: ,,Ekkert. Ég hlusta bara.”  ,,Og þegar  þú hlustar, hvað segir Guð við þig?” ,,Hann segir ekkert,” svaraði hún, ,,hann hlustar bara.”

Og áður en blaðamaðurinn gat sagt nokkuð þá bætti hún við. ,,Og ef þú skilur þetta ekki þá get ég ekki útskýrt það fyrir þér.”

Bæn er ekki eintal heldur samtal, ekki bara að tala heldur líka hlusta. Ekki bara að biðja um, heldur líka að þiggja. Ekki bara að óska, heldur líka að taka á móti. Ekki hneigja vilja Guðs að okkar, heldur uppgötva guðdómlegan vilja hans (Grace Adolphsen Brame)

(Heimild: Orð í gleði)