16. september

Birt í Orð til umhugsunar

Tollheimtumaðurinn kom inn í musterið og sagði: Guð vertu mér syndugum líknsamur, og hann var bænheyrður. Ræninginn á krossinum sagði: Jesús, minnstu mín! og hann var bænheyrður.

Blóðsjúka konan laumaðist að baki Jesú og snerti skikkjufald hans, og hún læknaðist. Og Sakkeus sat í trénu og sagði ekki neitt, hann bara horfði og sá og hjálpræði hlotnaðist honum og húsi hans. Og það er aðalatriðið, að horfa í rétta átt, að horfa til Jesú og sjá hann. En ef við höfum orðin sem hann gaf, þá notum við þau að sjálfsögðu. Sá sem elskar Guð, nýtur þess að nota orðin af munni hans (Faðir vor) í bæn sinni.

(Viska eyðumerkurfeðranna)

(Heimild: Orð í gleði)