14. september

Birt í Orð til umhugsunar

Nasreddín gekk um götur þorpsins og sagði: ,,Einhver hefur tekið asnann minn ófrjálsri hendi. Sá sem skilar mér asnanum fær hann í fundarlaun.” Þorpsbúar hristu höfuð sín og sögðu við hann:

,,Þetta er algjört rugl!” ,,Nei, alls ekki!” svaraði Nasredín. ,,Ef asnanum er skilað þá mun ég njóta einhverrar mestu gleði lífsins: að finna aftur það sem ég mat mest og að gefa öðrum það sem mér er dýrmætast.”

(Heimild: Orð í gleði)