6. september

Birt í Orð til umhugsunar

Þrennt er mikilsvert: þrennt að elska:
Hugrekki, hógværð og sannsögli.
Þrennt að hata:
Grimmd, stærilæti og vanþakklæti.
Þrennt að biðja um:
Trú, frið og hreint hjarta.
Þrennt að forðast:
Leti, mælgi og gálaust hjal.
Þrennt að ráða við:
Hugarfar, tungu og hegðun.
Þrennt að muna eftir:
Lífi, dauða og eilífðinni.

(Heimild: Orð í gleði)