5. september

Birt í Orð til umhugsunar

Hvað er trú? Trúin er augað sem sér Guð. Grátandi auga er einnig auga.
Trúin er höndin sem tekur á móti náðargjöfum Guðs. Titrandi hönd er einnig hönd.
Trúin er tungan sem bragðar kærleika Guðs og náð. Stamandi tunga er einnig tunga.
Trúin er fóturinn sem ber oss til Guðs. Veikur fótur er einnig fótur. Sá sem gengur hægt nær þó um síðir takmarkinu. (Kirkjublaðið)

Trú er ekki umfram allt fullvissa, heldur sú afstaða að hafa augun opin. Marteinn Lúther sagði: Ef þú gætir skilið eitt einasta hveitikorn þá myndir þú deyja af undrun!

(Heimild: Orð í gleði)