17. febrúar

Fyrirgefningin er svar við draumi barns um kraftaverk: Það sem var brotið er heilt orðið og það hreint sem var óhreint.
(D. Hammerskjöld) (Heimild: Þú sem ert á himnum)

16. febrúar

Þú verður að iðrast synda þinna. (Ef þú hefur þegar gert það skaltu láta þetta sem vind um eyrun þjóta.)
(S. Levenson) (Heimild: Þú sem ert á himnum)

15. febrúar

Fólki er ekki um það gefið að líta á sig sem syndara, því það vekur upp vanlíðan í hjörtum þess.
(B. Dylan) (Heimild: Þú sem ert á himnum)

14. febrúar

Það er miklu torveldara að seðja hungrið eftir kærleikanum en hungur eftir brauði.
(Móðir Teresa) (Heimild: Þú sem ert á himnum)

13. febrúar

Ég get ekki sagt annað en að kirkjuturn með eldingarvara sé merki um lítið trúartraust.
(D. McLeod) (Heimild: Þú sem ert á himnum)