Hvítasunnudagur 15. maí 2016

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11

bjarniSr. Bjarni Þór Bjarnason,  sóknarprestur,  þjónar. 
Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur á orgel kirkjunnar. 
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.  
Sóknarprestur býður öllum að þiggja veitingar að athöfn lokinni í tilefni af 25 ára vígsluafmæli sínu.

Sunnudagurinn 8. maí 2016

Messa kl. 11

solveig laraÍ messunni verður þess minnst  að 30 ár séu  liðin frá því að sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, var ráðin sem fyrsti sóknarprestur Seltjarnarnesprestakalls.  

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar.  Sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Organisti er Glúmur Gylfason. Forsöngvari er Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Fimmtudagur 5. maí

Messa á uppstigningardag kl. 11

austurhlidMessa verður á Degi aldraðra í Seltjarnarneskirkju. Eldri borgarar af Álftanesi koma í heimsókn og taka þátt í messunni með heimafólki. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur á Álftanesi prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sigurlaug Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messuna. Í þessari messu sameinast nesin tvö, Álftanes og Seltjarnarnes. Þess vegna er hægt að kalla þessa messu N-2 messu.