Sunnudagurinn 27. september

Messa og sunnudagaskóli  kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffivetingar.

Sunnudagurinn 20. september

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11

Sunnudagaskólinn á neðri hæð kirkjunar í umsjá Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa, ásamt leiðtogum
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar í guðsþjónustunni í Seltjarnarneskirkju
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar
Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar verður opnuð í safnaðarheimilinu kl. 14. Þennan dag fagnar Sigurður 90 ára afmæli sínu

Helgistund á gömlu kirkjustæði

[widgetkit id="1"]
Sunnudaginn 13. júní fór fram helgistund á gamla kirkjustæðinu við Nesstofu.
Fyrri hluti helgistundarinnar var úti þar sem kirkjurnar í Nesi við Seltjörn stóðu hver af annarri frá því á 12. öld og til ársins 1799. Á þessu ári eru 230 ár síðan síðasta kirkjan í Nesi var vígð, en það var árið 1785. Síðari hlutinn fór svo fram inni í Lyfjafræðisafninu. Sr. Bjarni minntist sérstaklega þeirra sem lagðir voru til hinstu hvílu í kirkjugarðinum við Nesstofu, en hann var í notkun fram á annan tug 19. aldar. Nefnd á vegum sóknarnefndar hefur lagt til að svæði sunnan við Nesstofu verði afmarkað fyrir nýjan kirkjugarð, en jafnframt hefur sóknarnefnd hug á að gera skrá yfir þá sem hvíla í hinum forna kirkjugarði. Þar voru jarðsettir auk Seltirninga sjómenn sem fórust við Gróttu eða nágrenni hennar. 
Alls voru það 75 manns sem tóku þátt í þessari helgiathöfn.