Guðsþjónusta 7. apríl

 

Fermingarbörn síðasta árs komu í kirkju

 

Í guðsþjónustunni 7. apríl komu fermingarbörn er áttu eins árs fermingarafmæli. Hjónin Hjördís Ólafsdóttir og Sigurður Kristjánsson lásu ritningarlestra. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónaði, ásamt Friðriki Vigni Stefánssyni, organista. Eygló Rúnarsdóttir leiddi almennan safnaðarsöng. Veitingar voru í boði Björnsbakarís. Við þökkum fyrir glæsilegar veitingar þeirra. 

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Seltjarnarnessóknar verður haldinn laugardaginn 6. apríl kl. 11:00 í Norðursal Seltjarnarneskirkju (á neðri hæð).  Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf eins og þau eru skilgreind í starfsregnlum um sóknarnefndir.  Meðal annars fer fram kosning tæps helmings sóknarnefndar til 4 ára.
Sóknarnefnd

Passíusálmalestur

image

PASSÍUSÁLMARNIR voru lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á Föstudaginn langa eins og nokkur undanfarin ár.  Þau Elísabet Waage hörpuleikari og Friðrik Vignir Stefánsson organisti  léku fagra tónlist í hléum á milli lestra. Fjöldi manns hlýddi á lesturinn, en fólk gat komið og farið að vild, og einnig þegið kaffisopa í safnaðarheimilinu. 

Á myndinni eru:(frá vinstri) Friðrik Vignir Stefánsson og Elísabet Waage ásamt nokkrum lesaranna þeim Júlíönu Vágseið Ström, Ingibjörgu Bergsveinsdóttur, Magnúsi Erlendssyni, Ólafi Egilssyni (fyrir aftan þau), Katrínu Pálsdóttur, Jóni Jónssyni og Glúmi Gylfasyni ásamt, svo og sr. Bjarna Þór Bjarnasyni sóknarpresti.