Tónleikar 12. september

Næstkomandi laugardag 12. sept. mun Kammerkór Seltjarnarneskirkju ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara og félögum úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja Dixit Dominus eftir A. Vivaldi og Stóru orgelmessuna í Es-dúr eftir J. Haydn Þessi verk eru mjög áheyrileg og full af gleði. 

Einsöngvarar eru sjö og koma alllir úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju. 
Það er nýbreytni að halda tónleika í byrjun september því yfirleitt halda kórar sina tónleika á vorin sem er uppskeran eftir vetrarstarfið. Kammerkór Seltjarnarkirkju hefur starfað í 21 ár og hefur að markmiði að halda tvenna til þrenna tónleika á árinu, þar sem flutt eru annars vegar klassísk kórverk frá ýmsum tímum og hins vegar verk af léttara taginu eins og nýleg jólalög eftir íslensk tónskáld og hefðbundin jólalög.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 í Seltjarnarneskirkju. Aðgangeyrir er 2000 kr. í forsölu og 2500 kr við inngang.

Allir velkomnir.

Fermingarfræðslan að hefjast

Fundur verður með foreldrum og fermingarbörnum eftir guðsþjónustu sunnudaginn 6. september. Guðsþjónustan hefst kl. 11 í Seltjarnarneskirkju.

Fermingarfræðslutímarnir byrja miðvikudaginn 9. september. Þeir unglingar sem ætla að fermast í Seltjarnarneskirkju vorið 2016 og hafa ekki enn skráð sig geta haft samband við sóknarprest í síma 899-6979 eða sent línu í gegnum tölvupóst: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sunnudagurinn 6. september

Guðsþjónusta kl. 11

sunnudagaskoli
Sunnudagaskólinn hefst að nýju
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar
 
Munið,  að það er gott fyrir heilsuna að koma í messu,
rannsóknir sýna það!
Fjölmennum í kirkjuna okkar og eigum saman góðar stundir.