Sunnudagurinn 31. maí

Létt guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. 

Sögustund fyrir börnin meðan á prédikun stendur.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti, Elín Arnardóttir leikur á flygilinn.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag á eftir.

Hvítasunnudagur – 24. maí kl. 11

Hvítasunnudagur – 24. maí kl. 11

Létt afmælisguðsþjónusta á hvítasunnudag.

Léttir sálmar sem eru þægilegir til söngs. Sögustund fyrir börnin sem fá blöðrur í tilefni dagsins.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarness leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar í anda hvítasunnudags.

Rauður grænmetis- og ávaxtamarkaður (paprikur, tómatar og epli) eftir athöfn til styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Hóflegt verð.

Sjáumst hress á þessari fjölskyldustund!

Sunnudagurinn 17. maí

Guðsþjónusta kl. 11.

norway-flagÞjóðhátíðardags Norðmanna minnst.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Elín Erlingsson les ritningarlestra. Reynir Jónasson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar að hætti Norðmanna og samfélag eftir athöfn.