Helgihald í kyrruviku og á páskum

Skírdagur 17. apríl

Messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar.Föstudagurinn langi 18. apríl

krossGuðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Lestur Passíusálmanna kl. 13-18. Íbúar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum lesa. Örnólfur Kristjánsson leikur á selló og Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel.

 

Páskadagur 20. apríl

paskar blomHátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, prédikar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Heitt súkkulaði og með því eftir athöfn.

Fjölmenni í Gróttuguðsþjónustu.

 

Þriðja Gróttuguðsþjónustan fór fram 2. mars síðastliðinn. Húsfyllir var í athöfninni. Haraldur Eyvinds Þrastarson, formaður Gróttu flutti ávarp. Davíð B. Gíslason, stjórnarmaður í Handknattleiksdeild Gróttu,  flutti hugleiðingu. Börn í Gróttu lásu ritningarlestra og bænir. Fánar Gróttu skreyttu kirkju og safnaðarheimili. Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir sungu undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar, organista. Gróttulag Jóhanns Helgasonar var sungið í lokin við fögnuð viðstaddra. Gróttufólk sá um glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.

Myndir frá 23. febrúar

 

Dr. Þór Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar

Hátt í sjötíu manns sóttu fyrirlestur dr. Þórs Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar síðastliðinn. Dr. Þór sagði frá Seltjarnarnesi í stríði og friði og sýndi fjölmargar myndir frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar hér á Nesinu. Var fyrirlestur hans afar fróðlegur. Við þökkum honum kærlega fyrir fræðsluna.

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins 23. febrúar

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins í 24. sinn. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur flutti hugleiðingu. Kvenfélagskonur lásu ritningarlestra og bænir. Sunnudagaskólinn var á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.  Allir sálmar sunnudagsins voru eftir konur. Sóknarprestur þjónaði. Organisti var Kjartan Sigurjónsson. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Kvenfélagskonur sáu um glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.