Sunnudagurinn 22. febrúar

Konudagurinn

 

Fræðslumorgunn kl. 10

Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, spjallar um áhrif Biblíunnar í verkum sínum.

 

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Strengjakvartettinn Askja sem er skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur þrjú lög.

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu.

Konur úr Kvenfélagi Seltjörn taka þátt í athöfninni.

Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar.

Farandsýningin Veggir í sögu kvenna opnuð.

Sunnudagurinn 15. febrúar 2015

Fræðslumorgunn kl. 10

Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus, fjallar um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.

Fermingarbörn og foreldrar lesa ritningarlestra og bænir.

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum eftir atfhöfnina.  

Kaffihlaðborð.  

Sunnudagurinn 8. febrúar

Biblíudagurinn

Fræðslumorgunn kl. 10

Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, fjallar um Biblíuna og tónlistina í tali og tónum

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Valgeir Ástráðsson, stjórnarmaður í Hinu Íslenska Biblíufélagi, prédikar.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar.

Biblíumaraþon kl. 15-17

Lesnir verða valdir textar úr Biblíunni af ýmsum einstaklingum.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Fólk getur komið og farið eftir hentugleikum, fengið sér kaffi og spjallað.

Fjölmennum á fjölbreytilega atburði Biblíudagsins!