Sunnudagurinn 27. apríl

Lok sunnudagskólans kl. 11 

Fjölskylduguðsþjónusta og lokahátíð sunnudagaskólans í Seltjarnarneskirkju. Leiðtogar í sunnudagaskólanum sjá um stundina ásamt sóknarpresti og organista safnaðarins.  Pylsur og djús eftir athöfn.

Fermingarmessa kl. 13

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.

Dýrðartónar 26. apríl

kammerkor vor 2014s

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur tónleika undir yfirskriftinni „Dýrðartónar“   Tónleikarnir eru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og verða haldnir í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 26. apríl klukkan 17.00. Auk hljómsveitar og kórs koma fram tíu einsöngvarar og eru átta þeirra eru úr röðum kórfélaga. Orgelleikari er Kári Þormar og stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.

Helgihald í kyrruviku og á páskum

Skírdagur 17. apríl

Messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar.



Föstudagurinn langi 18. apríl

krossGuðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Lestur Passíusálmanna kl. 13-18. Íbúar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum lesa. Örnólfur Kristjánsson leikur á selló og Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel.

 

Páskadagur 20. apríl

paskar blomHátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, prédikar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Heitt súkkulaði og með því eftir athöfn.