Fjölmenni í Gróttuguðsþjónustu.

 

Þriðja Gróttuguðsþjónustan fór fram 2. mars síðastliðinn. Húsfyllir var í athöfninni. Haraldur Eyvinds Þrastarson, formaður Gróttu flutti ávarp. Davíð B. Gíslason, stjórnarmaður í Handknattleiksdeild Gróttu,  flutti hugleiðingu. Börn í Gróttu lásu ritningarlestra og bænir. Fánar Gróttu skreyttu kirkju og safnaðarheimili. Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir sungu undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar, organista. Gróttulag Jóhanns Helgasonar var sungið í lokin við fögnuð viðstaddra. Gróttufólk sá um glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.

Myndir frá 23. febrúar

 

Dr. Þór Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar

Hátt í sjötíu manns sóttu fyrirlestur dr. Þórs Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar síðastliðinn. Dr. Þór sagði frá Seltjarnarnesi í stríði og friði og sýndi fjölmargar myndir frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar hér á Nesinu. Var fyrirlestur hans afar fróðlegur. Við þökkum honum kærlega fyrir fræðsluna.

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins 23. febrúar

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins í 24. sinn. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur flutti hugleiðingu. Kvenfélagskonur lásu ritningarlestra og bænir. Sunnudagaskólinn var á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.  Allir sálmar sunnudagsins voru eftir konur. Sóknarprestur þjónaði. Organisti var Kjartan Sigurjónsson. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Kvenfélagskonur sáu um glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.

Myndir frá sunnudeginum 16. feb

 

Fræðslumorgunn kl. 10.

Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu, flutti fræðsluerindi um ættfólk sitt í Hrólfskála og í Pálshúsum. Fjölmenni var viðstatt fyrirlestur hans. Við þökkum Sigurði kærlega fyrir framlag hans.

 

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.

Gunnar Kvaran, sellóleikari las tvö ljóða sinna og lék fagurt lag eftir Bach eftir ræðu. Gunnar fagnaði sjötugsafmæli sinu 16. janúar síðastliðinn og af því tilefni voru honum færð blóm að gjöf frá söfnuðinum.  Sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Fermingarbörn lásu ritningarlestra. Friðrik Vignir Stefánsson var organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiddu almennan safnaðarsöng. Eftir athöfn var boðið upp á veitingar og áfarmhaldandi samfélag. Við þökkum Gunnari framlag hans í þessari athöfn.