Kaffihúsaguðsþjónusta
Um 180 manns sóttu kaffihúsaguðsþjónustu sem haldin var 20. nóvember í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Fermingarbörn tóku á móti kirkjugestum og vísuðu þeim til sætis, lásu ritningarlestra og bænir. Fermingarbörnin seldu svo skúffukökur og rjóma til að safna peningum fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Alls söfnuðust tæplega 64 þúsund krónur. Fermingarbörn, starfsfólk Seltjarnarneskirkju og Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir ykkar framlag og góða stund sem við áttum saman í kikjunni okkar.