Ögmundur Jónasson á miðvikudaginn

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra kemur til okkar í kirkjuna á miðvikudaginn 13. mars kl. 09:00 og spjallar um málefni líðandi stundar..

Kaffi og meððððí. Allir velkomnir.  

Sunnudagurinnn 10. mars 2024

Fræðslumorgunn kl. 10

Glúmur Gylfason, organisti, kynnir og opnar vefslóðina annalsvert.is. Þar er að finna rímað, myndskreytt, sungið og leikið yfirlit um árin 1550 til 1950 á Íslandi. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á harmónikku og fjórir söngvarar úr Kammerkór Seltjarnarnarneskirkju syngja, sem eru Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson.

Messa kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja auk barnakórs Seltjarnarneskirkju undir stjórn Maríu Konráðsdóttur og Þorsteins Freys Sigurðssonar.

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Myndlistarsýning Ingibjargar Dalberg

Ingibjörg Dalberg sýnir 11 myndir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju í mars.  Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma kirkjunnar. 

Ingibjrg Dalberg Bjarthegri