Fjölskyldur, áföll og sorg

Fimmtudaginn 13. október hefst í Seltjarnarneskirkju á vegum Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar námskeið í sálgæslu,  Fjölskyldur, áföll og sorg.  Á námskeiðinu verður fjallað um fjölskyldur, tengsl og hvernig við tökumst á við áföll og sorg .  Hugað verður að því hvernig hægt er að efla fagmennsku okkar í þessum efnum og fjallað um mikilvægi þess að hjálpað sé  til að efla tjáningu og tengsl á faglegan hátt.  Einnig verður leiðbeint um hvernig við getum nýst bæði í skyndiaðstæðum, í samfylgd og eftirfylgd við syrgjendur.  Farið verður í dæmi og æfingar sem lúta að þessu gerðar í hópnum.

vigfus-bjarni-albertssonUmsjón: Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á LHS

Tími:  Fimmtudagar, 13., 20. og 27. október, kl 20.00-22.00

Staður:  Seltjarnarneskirkja, safnaðarheimili

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 528 4000