Sunnudagurinn 25. febrúar 2024

Fræðslumorgunn kl. 10.

Ný könnun um þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Terry Adrian Gunnell, prófessor emeritus, talar.

Guðsþjónusta kl. 11 á konudegi.

Sóknarprestur þjónar. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, prédikar. Félagskonur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt og sjá um ritningarlestra og veitingar. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.