Passíusálmalestur á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju

Föstudaginn langa 29. mars 2024 verða allir 50 Passíusálmar  Hallgríms Péturssonar lesnir af hópi 25  Seltirninga á ýmsum aldri

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, fyrrverandi konsertmmeistari Sinfoníuhljómsveitar Íslands mun leika 15 – 17 mín. tónverk – Chaconne úr partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach í lestrarhléum hlutað niður í hæfilega búta.

Lesturinn stendur frá kl. 13 til um kl. 18. -- Allir velkomnir!

Fólk getur komið og farið að vild hvenær sem er meðan á lestri stendur.

Komið og njótið kyrrðar við ljúfan lestur og tónlist í kirkjunni