Prédikun frá 05.05.2016 eftir sr. Hans Guðberg Alfreðsson

Uppstigningardagur, 5. maí.

Náð sé með yður og friður
Og gleðilegt sumar kæru vinir
Gott að fá að vera með ykkur í þessari N2 messu en eins og sr.Bjarni Þór
sagði hér áðan þá erum við komin hér yfir Skerjafjörðinn ég segi það svona í
gamni þar eð það er stutt loftlínan á milli okkar en krókurinn er
umtalsverður. Enda áttu menn það til að róa hér yfir  í eina tíð og léku
vinir mínir í skátafélaginu á Álftanesi það eftir í eitt sinn en þeir voru
við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Já hér erum við komin á þessum sem
helgaður er eldri borgurum en uppstigningardagur hefur verið helgaður
kirkjustarfi eldri borgara í Þjóðkirkjunni frá árinu 1982 að tilstuðlan
Péturs Sigurgeirssonar í samráði við Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar. Og hefð
er fyrir því að við í Bessastaðasókn leggjum land undir fót á þessum degi og
það var á prestastefnu fyrir ári síðan að sr.Bjarni Þór viðraði þessa
hugmynd við mig og hér erum við.
En Mig langar að byrja á því að segja ykkur frá auglýsingu
Ein af ósmekklegri auglýsingum ársins birtist í fjölmiðlum vestan hafs ekki
alls fyrir löngu þar verða áhorfendur vitni að martröð konu og martröðin er
þessi; hana dreymir að hún er stödd í flugvél og í flugvélinni er engin
sturta já þið heyrðuð rétt engin sturta en sem betur fer þá vaknar hún og
hún er þá stödd í flugvél og þar er sturta þ.e.a.s. í lúxusfarrými þessarar
flugvélar og á sama tíma eru menn vestan hafs eins og í borginni Flint í
Michigan að glíma við  vatnskort vegna þess að einkaaðilar hafa sölsað undir
sig vatnsbólum sem ættu eðli málsins samkvæmt ekki að vera í einkaeigu og
ekki hafa allir aðgang að góðu hreinu vatni.

Því miður er þetta þróunin að íburður verður æ meiri hjá ákveðinni stétt á
kostnað annarra og þar vestan hafs eins og víða í Evrópu er millistéttinn að
hverfa eins og menn höfðu s.s. spáð fyrir en gott fólk þetta er ekkert nýtt
og engar nýjar fréttir

Við skulum hverfa aftur til daga Jesú og þar var svipað upp á teningnum þar
varstu annað hvort sterkefnuð efnaður eða þú barðist í bökkum.
Áherslan í boðskapi Jesú var jöfnuður meðal allra manna og það tók
frumkirkjan í árdaga kristninnar alvarlega eins og segir í postulasögunni:

43Ótta setti að hverjum manni en mörg undur og tákn gerðust fyrir hendur
postulanna. 44Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.
45Menn seldu eigur sínar og muni og skiptu meðal allra eftir því sem hver
hafði þörf á. 46Daglega komu menn saman með einum huga í helgidóminum, brutu
brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. 47Þeir
lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í
hópinn þeim er frelsast létu.

Það er kannski sorglegast við atburði liðinna vikna að uppgötva það að nú
2000 árum seinna þá er samfélagið ekki betur statt en þetta og því miður sér
ekki enn fyrir endann á þessum átökum í samfélaginu og víða um hinn vestræna
heim.

Vald og auður eru  vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Um valdið segir
Jesús:
„Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra.“ og Jesús
áréttaði þessa kröfu þegar hann þvoði fætur lærisveinanna á skírdagskvöldi.

Meistari Jón Vídalín sem við kennum Vídalínskirkju  við talaði inn í
aðstæður sem voru ekki svo ólíkar aðstæðum dagsins í dag þar sem auður sótti
á æ færri hendur. Og hann vandaði þeim sem leystu undir sig jarðnæði og
hröktu fólk út á Guð og gaddinn ekki kveðjurnar.  Það er ein af ástæðunum
fyrir vinsældum Vídalínspostillu sem var vinsælast bóka í eina og hálfa öld
og er hans minnst á þessu ári enda er í ár 350 ártíð Jóns Vídalíns.

Og nú eru margir reiðir og  um allann heim, reiðin er vissulega réttmæt og
hana verður að taka alvarlega
Meistari Jón skrifar:
Það er og ekki réttvíst aldrei að reiðast. Reiðast eigum vér syndum og
glæpum, reiðast eigum vér sjálfum oss nær vér fremjum eitthvað af slíku,
reiðast eigum vér og vandlæta fyrir Guðs sakir. Því það er hvörki mögulegt
né gagnlegt reiðina aldeilis burtu að taka.

Jesús hafnaði ótæpilegri  auðsöfnun. Eins og segir í Lúkasarguðspjalli:
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri
sá er matföng hefur.“
Hún er og lærdómsrík frásögnin af samskiptum Jesú við Sakkeus sem að við
þekkjum vissulega vel og það sem er svo fallegt við þá sögu að Jesús dæmdi
ekki Sakkeus, Sakkeus sá að sér og fann það hjá sjálfum sér og orðrétt segir
í sama guðspjalli:   En Sakkeus sneri sér til Drottins og sagði við hann:
„Drottinn, helming eigna minna gef ég fátækum og hafi ég haft nokkuð af
nokkrum gef ég honum ferfalt aftur.“

Honum mætti ekki dómur Jesú heldur hlýja og vinarþel eflaust hafði honum
liðið illa lengi og fundið dóm meðbræðra sinna sem töldu hann ekki tilheyra
samfélaginu heldur vera handbendi hernámsliðsins rómverska.

Hann komst til sjálfs síns Jesús hjálpaði honum að horfast í auga við
gjörðir sínar og hvað hann hafði gert í gegnum tiðina og hann tók
stakkaskiptum og gerbreytti  öllu sínu lífi.

En til þess að það gæti gerst varð hann að taka þetta skref sem er okkur
öllum svo mikilvægt að horfast í augu við okkur sjálf, ekki fyrr en við
höfum gert hreint fyrir okkar dyrum getum við borið höfuðið hátt.

Ég heyrði ágæta útlistun á einum af ástæðum hrunsins fyrir nokkrum árum  en
hún hljóðar svo og þetta sagði mér KFUM maður mætur. Sr.Friðrik Friðriksson
markaði djúp spor í trúarlífinu ´hér á Íslandi og það var gríðarlegur fjöldi
sem sótti fundi niður á Amtmannsstíg ár eftir ár og víðar um land bæði í
KFUM og KFUK. Þar voru ungir menn og konur á öllum aldri og úr öllum
stéttum. Og þegar fram í sótti og menn fóru út á vinnumarkaðinn þá hafði
forstjóri í fyrirtæki verið í sömu deild og starfsmaður á plani. Þeir deildu
s.s. um margt svipuðum lífskoðunum og það sem þessi ágæti maður vildi meina
að þegar þessu sleppti þ.ea.s. þessari gríðargóðu þátttöku í KFUM og KFUK þá
fyrst hafi sá forstjórinn getað sett sig á háan hest gagnvart starfsmanninum
á planinu. Ekki verri tilgáta en hver önnur og segir okkur sannleikann um
ákveðna firringu og fjarlægð sem verður til þegar samskipti okkar minnka og
við eigum ekki lengur  sameiginlegu lífssýn og deilum ekki sameiginlegum
gildum.
Að ákveðnu leyti benda atburðir síðustu missera til þess að ákveðin
hugmyndafræði sé gjaldþrota, auðsöfnun getur aldrei verið markmið í sjálfu
sér því hún gerir okkur sinnulaus gagnvart hvort öðru og við hrokumst upp.
En það sem öllum virðist ómögulegt framkvæmir Guð. Þess vegna biðjum við
hann líka um hið ómögulega og gefumst aldrei upp á því. Við festum okkur
ekki við það sem var og endurspeglum það í núinu eins og það væri
óumbreytanlegt lögmál. Né heldur horfum við á aðstæður okkar hverju sinni
eins og þeim verði aldrei breytt.
Nú hef ég nýtt fyrir stafni, segir Guð. Og hvað gerir hann? Hann leggur til
dæmis fyrir okkur nýjan dag á hverjum morgni. Ný tækifæri til að gera hið
nýja eins og Sakkeus fékk. Án þess að festast í því sem var, eins og því
verði ekki breytt. Guð er Guð hinna nýju tækifæra vegna þess að hann er
skaparinn, sem er sífellt að skapa.
Þegar við hinsvegar samt litumst um og horfum til baka, þá er það ekki í
þeim tilgangi að endurtaka hið liðna vegna þess að það hafi alltaf verið,
heldur til að leita og finna það sem verður til blessunar og hamingju.
Ritað er hjá Jeremía:
Svo segir Drottinn: ?Nemið staðar við vegina og litist um, ?spyrjið um gömlu
göturnar, ?hver sé hamingjuleiðin?og farið hana svo að þér finnið sálum yðar
hvíld. Jer. 6.16
Við þurfum öll á þvi að halda að deila sameiginlegum gildum eiga
sameiginlega lífsýn í öllu falli er ábyrgð okkar kristinna manna og kvenna
mjög skýr við þurfum líka á virðingu að halda gagnvart hvort öðru af því að
þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll samferða í þessu lífi.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og
verður um aldir alda. Amen.