Gróttudagur 31. ágúst

Söngstund barnanna kl. 12-12.30 í Albertsbúð

Á Gróttudaginn 31. ágúst verður boðið upp á söngstund í Albertsbúð fyrir börn og fjölskyldur. Sveinn Bjarki, Þórdís og Erla María starfsfólk sunnudagaskólans í Seltjarnarneskirkju mæta með gítar og söng. Söngstundin stendur yfir í hálftíma frá kl. 12 til 12.30. Boðið verður upp á íþróttanammi meðan á söngstundinni stendur.

Sunnudagurinn 25. ágúst

Messa kl. 11

Sr. Tryggvi Guðmundur Árnason, sóknarprestur við Kirkju heilags Albans í Hickory í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum prédikar. Söfnuðurinn í Hickory tilheyrir Bandarísku biskupakirkjunni. Sr. Tryggvi hefur verið þjónandi prestur í 14 ár og hann mun prédika í Seltjarnarneskirkju í fyrsta sinn á Íslandi og einnig á íslensku.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.

Sunnudagurinn 18. ágúst

Guðsþjónusta kl. 11.

seltjakirkja blaSóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti kirkjunnar leikur undir almennan safnaðarsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.