Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytur Messu í D-dúr eftir Antonín Dvořák

Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytur Messu í D-dúr eftir Antonín Dvořák, laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 í Seltjarnarneskirkju.
Aðgangseyrir 2.500 kr.
 
Antonín Dvořák ólst upp í sveitum Bæheims (sem nú er hluti Tékklands) og hóf feril sinn sem organisti og víóluleikari en sneri sér síðan alfarið að tónsmíðum. Eftir hann liggur fjöldi verka, m.a. ungverskir og slavneskir dansar, sönglög, óperur, sinfóníur og kammerverk.
Antonín Dvořák samdi messuna fyrir arkítektinn Josef Hlávka fyrir vígslu kapellu sem hann hafði reist fyrir sumardvalarstað sinn í Lužany. Vegna stærðar kapellunnar þurfti kórinn að vera lítill og ekki pláss fyrir hljómsveit en notast var við stofuorgel sem undirleik. Fyrir frumflutninginn í september 1997 skrifaði hann Hlávku:
"Það gleður mig að tilkynna yður að ég hef lokið verkinu og að ég er hæstánægður með útkomuna. Ég held að verkið þjóni fyllilega tilgangi sínum og mætti ​​kalla það: trú, von og kærleika til Guðs vors almáttugs, samið til þakklætis fyrir þá miklu gjöf að hafa fengið tækifæri til að semja verkið og lofa í leiðinni listgreinar okkar."
Að þessu sinni verður messan flutt með kór og orgelundirleik.
Flytjendur:
Kammerkór Seltjarnarneskirkju
Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir sópran
Þóra Hermannsdóttir Passauer contraalt
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
Ólafur Freyr Birkisson bassi
Guðný Einarsdóttir orgel
Stjórnandi: Friðrik Vignir Stefánsson