Til barna og forráðamanna þeirra í fermingarstörfum í Seltjarnarneskirkju.

Kæru vinir!

Velkomin til starfa í kirkjunni ykkar. Nú fer að líða að því að fermingarstörfin hefjist.
Skráning fer fram í kirkjunni, mánudaginn 7. september kl. 16:00-17:00.
Kynningarguðsþjónusta fyrir fermingarbörnin verður sunnudaginn
13. september kl. 11:00.
Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa og djús og þá getum við aðeins sest niður og spjallað saman, æskilegt að foreldri komi með sínu barni. Við ætlum ekki að staldra lengi við svo að flestir ættu að geta séð af nokkrum mínútum áður en lagt er af stað heim. Yfir kaffisopanum ætlum við að segja ykkur frá fræðsluefninu, tímunum og öðru fyrirkomulagi vetrarins.
Okkur þætti vænt um að sjá ykkur öll. Afar, ömmur, systkini og aðrir vinir eru hjartanlega velkomin.


Fyrsta fræðslustundin verður svo mánudaginn 14. september

Við hlökkum mikið til samstarfsins í vetur og minnum á að börnin standa ekki ein að fermingarundirbúningnum, heldur er það í höndum okkar allra að vel takist til. Hikið ekki við að hringja ef ykkur liggur eitthvað á hjarta. Kirkjan er opin frá kl. 10:00 til 16:00 og síminn er 5611550.

Sr. Sigurður Grétar Helgason og starfsfólk Seltjarnarneskirkju