30. apríl

Ekkert er dýrlegra í fari Krists en mildi hans við syndarana, þessi djúpa meðaumkun með öllum þeim, sem verst eru staddir.
 Hafi nokkur breytt hendurnar jafnhlýlega út á móti þeim sem hann, eða ávarpað þá fegurri orðum: ,,Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.” (Har. Níelsson)
 
(Heimild: Það er yfir oss vakað)