27. október

Birt í Orð til umhugsunar

Hinir trúuðu flykktust að til að hlýða á spámanninn. Maður nokkur hlustaði af athygli og bað innilega og var tregur til að kveðja spámanninn.
Eftir drykklanga stund var hann aftur kominn spámannsins og hrópaði í undrun og reiði: ,,Herra minn! Í morgun reið ég úlfalda mínum á þinn fund til að heyra spámann hins hæsta tala. Nú er úlfaldinn horfinn. Ég hef leitað hans um allt og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Ég var hlýðinn, drakk í mig hvert orð af vörum þínum, bað til Guðs af meiri ákafa en nokkur annar. Og nú er úlfaldinn minn horfinn. Eru þetta launin? Er þetta réttlæti Guðs? Eru þetta þakkirnar fyrir bænir mínar og trú?”
Spámaðurinn hlustaði á gestinn kveina, og svaraði síðan með góðlátlegu brosi:
,,Trúðu á Guð og tjóðraðu úlfaldann þinn.” (Frá Arabíu)
 
(Heimild: Orð í gleði)