Helgistund í Albertsbúð á Gróttudaginn

Laugardaginn 21. apríl var helgistund í Albertsbúð á Gróttudegi. Sóknarprestur og Kári Allansson, organisti, sáu um stundina. Í helgistundinni voru sungnir sálmar og sumarlög. Við þökkum Rótarýklúbbnum á Seltjarnarnesi fyrir afnotin af Albertsbúð, sem er í eigu klúbbsins. Klúbbfélagar endurbættu og endurreistu Albertsbúð á sínum tíma, en þar halda þeir fundi sína af og til.