Sunnudagaskólanum slitið á þessu vori

Heilsugangan var farin á undan athöfn. Gengið var frá kirkjunni kl. 9.30. Eftir gönguna fékk fólk sér kaffi í safnaðarheimilinu og að því loknu tók það þátt í gleði barnanna í fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni.

Sunnudagaskólanum lauk svo formlega sunnudaginn 15. apríl. Ari trúður kom í heimsókn ásamt vinkonu sinni. Starfsfólk sunnudagaskólans þjónaði ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar. Stundin tókst vel. Boðið var upp á pylsur og svala eftir athöfn. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí, en hefst aftur í byrjun september.