Dýrðartónar 26. apríl

kammerkor vor 2014s

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur tónleika undir yfirskriftinni „Dýrðartónar“   Tónleikarnir eru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og verða haldnir í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 26. apríl klukkan 17.00. Auk hljómsveitar og kórs koma fram tíu einsöngvarar og eru átta þeirra eru úr röðum kórfélaga. Orgelleikari er Kári Þormar og stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.



Á efnisskrá tónleikana eru:
 Jakup Jan Ryba (1765-1815): Missa pastoralis
 Antonio Vivaldi (1678-1741): Beatus vir RV 597
 Johann Sebastian Bach (1685-1750): Kantata bwv.30 „Freue dich, erlöste Schar“

Missa pastoralis eftir Ryba, textinn er með hefðbundnum kaþólskum messuliðstextum.  Strengjasveit ásamt orgeli leikur undir, fagott er allsráðandi sólóhljóðfæri  ásamt clarion, eða trompet sem skreytir með.

Beatus vir eftir Vivaldi er tveggja kóra verk þar sem kórnum er skipt í tvennt og syngjast þeir stundum  á en líka saman sem einn kór. Inn á milli eru sóló, dúett og tríó. Textinn kemur úr 112. sálmi  Davíðs. Tónlistin er kraftmikil gleðitónlist.

Kantatan eftir Bach tilheyrir „Jónsmessudegi“, þar sem textinn fjallar um þá trúuðu sem syngja um lofgjörð og gleði Drottins,  dásamleg verk hans, himins og jarðar og sköpunina. Tónlistin er kröftuð þar sem Bach sýnir á sér nýja hlið, hann notar mikið „symkópur“ og svokallað „off beat hryn“   sem er mikið notuð í dægurlagatónlist í dag.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir og hefur á að skipa lærðu söngfólki. Kórinn hefur staðið fyrir tónleikahaldi auk messusöngs og haft að markmiði sínu að taka til flutnings verk sem lítið hafa heyrst hér á landi og er engin undantekning á því að þessu sinni. Meðal tónverka á þessum tónleikum og hafa ekki verið flutt hér áður á landi svo vitað sé eru verkin: Missa Pastoralis eftir Jakop Jan Ryba og Kantata bwv. 30 eftir Johann Sebastian Bach.