Tónleikar 12. september

Næstkomandi laugardag 12. sept. mun Kammerkór Seltjarnarneskirkju ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara og félögum úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja Dixit Dominus eftir A. Vivaldi og Stóru orgelmessuna í Es-dúr eftir J. Haydn Þessi verk eru mjög áheyrileg og full af gleði. 

Einsöngvarar eru sjö og koma alllir úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju. 
Það er nýbreytni að halda tónleika í byrjun september því yfirleitt halda kórar sina tónleika á vorin sem er uppskeran eftir vetrarstarfið. Kammerkór Seltjarnarkirkju hefur starfað í 21 ár og hefur að markmiði að halda tvenna til þrenna tónleika á árinu, þar sem flutt eru annars vegar klassísk kórverk frá ýmsum tímum og hins vegar verk af léttara taginu eins og nýleg jólalög eftir íslensk tónskáld og hefðbundin jólalög.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 í Seltjarnarneskirkju. Aðgangeyrir er 2000 kr. í forsölu og 2500 kr við inngang.

Allir velkomnir.