Sunnudagurinn 2. mars 2014

Gróttumessa og sunnudagaskóli kl. 11 

grottaSóknarprestur þjónar. Davíð B. Gíslason, sem er í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu, flytur hugleiðingu. Ungt íþróttafólk í Gróttu les lestra og bænir. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngur ásamt Gömlu meisturunum undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og organista. Gróttulagið eftir Jóhann Helgason sungið í lokin.  Kaffihlaðborð.

Fjölmennum í Gróttumessuna og bjóðum gestum með.