7. september

Birt í Orð til umhugsunar

7. september
Heilagur Brendan bað eitt sinn bróður Ita að nefna þrennt sem geðjaðist Guði best og þrennt sem væri Guði ógeðfelldast. Ita svaraði: Þrennt sem geðjast Guði best er sönn trú á Guð með hreinu hjarta, líf í látleysi og þakklátum anda og örlæti umhyggjunnar. En þrennt sem Guði er ógeðfelldast er sá munnur sem fyrirlítur fólk, það hjarta sem elur með sér gremju og sú sál sem reiðir sig á auðinn.
Heilagur Brendan og allir viðstaddir lofuðu Guð er þeir heyrðu þetta og þökkuðu Guði fyrir hans útvalda þjón. (Celtic Daily Prayer)
Ef þú þráir að þekkja Guð þá áttu þegar trú. (Ágústínus)
(Heimild: Orð í gleði)

Heilagur Brendan bað eitt sinn bróður Ita að nefna þrennt sem geðjaðist Guði best og þrennt sem væri Guði ógeðfelldast. Ita svaraði: Þrennt sem geðjast Guði best er sönn trú á Guð með hreinu hjarta, líf í látleysi og þakklátum anda og örlæti umhyggjunnar. En þrennt sem Guði er ógeðfelldast er sá munnur sem fyrirlítur fólk, það hjarta sem elur með sér gremju og sú sál sem reiðir sig á auðinn. 
Heilagur Brendan og allir viðstaddir lofuðu Guð er þeir heyrðu þetta og þökkuðu Guði fyrir hans útvalda þjón. (Celtic Daily Prayer)

Ef þú þráir að þekkja Guð þá áttu þegar trú. (Ágústínus)

(Heimild: Orð í gleði)