Eldri borgarar af Nesinu heimsækja Grafarvogskirkju

Rúmlega 40 manns, eldri borgarar af Nesinu, sóknarprestur, kirkjuverðir, og sóknarnefndarmenn heimsóttu Grafarvogskirkju 8. mars síðastliðinn. Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir tóku á móti hópnum með bros á vör.  Naut hópurinn ríkulega gestrisni starfsfólks Grafarvogskirkju.

Sr. Vigfús Þór Árnason sagði frá sögu safnaðar og kirkju. Hákon Leifsson, organisti lék ndir sámasöng. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar þakkaði fyrir góðar móttökur og afhenti sr. Vigfúsi Þór glæsilega innrammaða ljósmynd af Seltjarnarneskirkju ásamt blómvendi og korti.

Gestirnir skoðuðu hina stóru og glæsilegur Grafarvogskirkju og heimsóttu Borgarbókasafnið sem er neðri hæð kirkjunnar. Sr. Vigfús Þór fór með hluta hópsins niður að Grafarvogi og sagði frá umhverfi og sögu Grafarvogs.

Samverunni lauk með kaffisamsæti sem þær Anna Einarsdóttir og Þórkatla Pétursdóttir, kirkjuverðir, höfðu undirbúið. Kaffiveitingarnar voru glæsilegar í alla staði.

Myndir frá messu þann 6. maí

Guðsþjónusta um vatnið. Hallgrímur Magnússon, heilsugæslulæknir fjallaði um vatnið í líkamanum í ljósi nýjustu rannsókna. Sóknarprestur prédikaði um vatnið í Biblíunni. Haukur Björnsson, fyrrverandi formaður
sóknarnefndar las ritningarlestra og sagði jafnframt frá starfi Timburmanna sem er hópur völunda er vinnur listaverk í tré með útskurði og fleiru. Sjálfur hefur Haukur smíðað forláta langspil sem hann spilar á með boga úr hrosshári. Hann gaf nokkur tóndæmi í kirkjunni. Fjórir félagar hans voru kallaði fram og þeim færðar þakkir fyrir listaverk þeirra sem eru á sýningu í forkirkjunni og safnaðarheimilinu. Þá er einnig sýning um vatnið í kirkjunni.

Félagar úr Kammerkór kirkjunnar sungu undir stjórn organistans Friðriks Vignis Stefánssonar. Eftir athöfn var öllum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimili, vatnsdeigsvínarbrauð sem voru í boði Björnsbakarís og vatnsflöskur í boði Vífilssfells. Við þökkum fyrir framlög þessara fyrirtækja.

Myndir frá safnaðarstarfi 28.-29. apríl


Lok listahátíðar Seltjarnarneskirkju voru laugardaginn 28. apríl.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lék undir sönginn ásamt Kára Þormar orgelleikar.

Guðsþjónustan 29. apríl var fjölsótt. Öðlingarnir spiluðu stórsveitarjass.
Selkórinn söng. Sr. Hildur Sigurðardóttir, fyrrverandi prestur við Seltjarnarneskirkju prédikaði. Sóknarprestur þjónaði fyrir altari.
Organisti þjónaði og stjórnaði kórnum. Boðið bar upp á ljómandi veitingar eftir athöfn, hjónabandssælu, eplaköku og jólaköku.

Kl. 12.30 hófust gömlu dansarnir í Norðurkjallara kirkjunnar sem þrír karlar úr Karlakúbbi kirkjunnar hafa málað, þeir Jón Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Stefán Olgeirsson. Norðurkjallarinn er allur hinn glæsilegasti. Þeir Friðrik Vignir Stefánsson lék á harmóníku, Sigurður J. Grétarsson lék á gítar og Dýri Guðmundsson á bassa. Dansinn dunaði og allir glöddust við dansinn um hríð. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir stjórnaði dansinum.