Myndir frá fjölskyldustund

4. sunnudag í aðventu var fjölskyldustund þar sem Selkórinn söng undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Geir Ólafs tók lög af nýútkominni barnaplötu sinni og svo kom Hurðaskellir og gaf öllum börnum pakka.
Leiðtogar sunnudagaskólans, sóknarprestur og organisti kirkjunnar leiddu athöfnina. Boðið var síðan uppá léttar veitingar að athöfn lokinni.

Aðventuljóð

ragnar_ingi

Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku flutti ljóð sitt  "Aðventuljóð" í Guðsþjónustu 11.desember síðastliðinn  við góðan róm kirkjugesta.

Þökkum Ragnari Inga kærlega fyrir.


 

AÐVENTULJÓÐ
Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku

Í myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi bæn um grið.
Þessi veröld er full af skammdegisskuggum,
það skortir á gleði og frið.
Það er margt sem vakir í vitund okkar
sem við höfum þráð og misst.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun
að hugsa um Jesú Krist.

Aðventukvöld

Aðventukvöldið var haldið fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember og var óhemju vel sótt, en um 325 gestir voru í kirkjunni.