Ársskýrsla 2011-2012

arssk_rsla_seltjarnarneskirkju2011-2012

 


Ársskýrsla 2011-2012

Ársskýrsla sóknarnefndar Seltjarnarneskirkjufyrir starfsárið 2011-2012.

Kynnt á aðalsafnaðarfundi 12. apríl 2012


Grannaguðsþjónusta 13. maí og Jóhann Helgason heiðraður

Grannaguðsþjónusta var haldin í Seltjarnarneskirkju 13. maí. Íbúar áAusturströnd, Eiðistorgi, Hrólfsskálavör og Steinavör tóku virkan þátt. Annna Hafsteinsdóttir er býr á Austurströnd og Eiríkur Örn Arnarson er býr á Hrólfsskálavör lásu ritningarlestra. Jóhann Helgason, tónlistarmaður og tónskáld var heiðraður í guðsþjónustunni. Sóknarprestur spurði hann umtónlistarferilinn um miðbik guðsþjónustunnar sem spannar 40 ár um þessar mundir.  Jóhann er íbúi á Austurströnd. Lög hans voru leikin og sungin í guðsþjónustunni. Kammerkór kirkjunnar söng tvö lög eftir Jóhann og hann sjálfur söng með þeim í þriðja laginu sem er við texta er fjallar um Seltjarnarnesið. Forspil og eftirspil voru lög eftir Jóhann. Sigríður Sigurjónsdóttir, íbúi á Austurströnd, las almenna kirkjubæn. Í lokguðsþjónustunnar kallaði sóknarprestur upp fulltrúa barna í 4. og 5. bekkí Mýrarhúsaskóla, er teiknað höfðu myndir um vatnið. Sýning á myndum þeirra var opnuð formlega í safnaðarheimili kirkjunnar. Eftir athöfnina buðu íbúar fyrrnefndra gatna upp á glæsilegar veitingar

.

Eldri borgarar af Nesinu heimsækja Grafarvogskirkju

Rúmlega 40 manns, eldri borgarar af Nesinu, sóknarprestur, kirkjuverðir, og sóknarnefndarmenn heimsóttu Grafarvogskirkju 8. mars síðastliðinn. Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir tóku á móti hópnum með bros á vör.  Naut hópurinn ríkulega gestrisni starfsfólks Grafarvogskirkju.

Sr. Vigfús Þór Árnason sagði frá sögu safnaðar og kirkju. Hákon Leifsson, organisti lék ndir sámasöng. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar þakkaði fyrir góðar móttökur og afhenti sr. Vigfúsi Þór glæsilega innrammaða ljósmynd af Seltjarnarneskirkju ásamt blómvendi og korti.

Gestirnir skoðuðu hina stóru og glæsilegur Grafarvogskirkju og heimsóttu Borgarbókasafnið sem er neðri hæð kirkjunnar. Sr. Vigfús Þór fór með hluta hópsins niður að Grafarvogi og sagði frá umhverfi og sögu Grafarvogs.

Samverunni lauk með kaffisamsæti sem þær Anna Einarsdóttir og Þórkatla Pétursdóttir, kirkjuverðir, höfðu undirbúið. Kaffiveitingarnar voru glæsilegar í alla staði.