Sunnudagurinn 19. maí Hvítasunnudagur

Fræðslumorgunn kl. 10 Fertugasta ártíð Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsætisráðherra (1984-2024). Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður og Guðmundur Einarssonar, fyrrverandi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, rifja upp kynni sín af Ólafi. Hátíðarmessa kl. 11. Altarisganga. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Pylsuveisla að lokinni messu í safnaðarheimilinu.

Vortónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

Vortónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir sunnudaginn 12. maí kl. 16:00 í Seltjarnarneskirkju. Kórinn er búinn að æfa upp íslensk og norræn lög til að fagna vori og sumri. Sungið verður á öllum norðurlandatungumálunum, auk grænlensku, færeysku og samísku. Miðaverð er kr. 3.000 og verða miðar seldir við innganginn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Sunnudagurinn 12. maí 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Landbúnaður og byggðafesta. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, talar. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Friðrik Vignir Stefánsson er organist.i Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Á miðvikudag er morgunkaffi kl. 9. Spjallað um þjóðmál. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður.