Albertsmessa og sýning á Gróttumyndum

Sunnudaginn 10. júní kl. 11 verður efnt til Albertsmessu í Seltjarnarneskirkju. Í þessari athöfn verður Alberts vitavarðar minnst en hann lést 12. júní 1970.

Sóknarprestur og organisti kirkjunnar þjóna og Halldór Unnar Ómarsson leiðir almennan safnaðarsöng.

Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókarvörður les ritningarlestra

Sýning á Gróttumyndum opnuð í lok athafnar. Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar flytur ávarp og opnar sýninguna.

Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 6. nóvember

Fræðslumorgunn kl. 10

,,Spítalinn okkar” - hvers vegna?

Anna Stefánsdóttir, formaður samtakanna ,,Spítalinn okkar,” talar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

baenastandurLátinna ástvina minnst 

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar

Glúmur Gylfason leikur á orgelið

Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir messu

Sunnudagurinn 4. desember

Messa og sunnudagaskóli kl 11
2. sunnudagur í aðventu.

Sóknarprestur þjónar.
Organisti er Glúmur Gylfason.
Æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.