Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Sunnudagaskólinn 29. mars

Velkomin í sunnudagaskólann

asni 28samveraNæstu sunnudaga ætlum við í sunnudagaskólanum að setja inn efni hér á heimasíðu Seltjarnarneskirkju.  Í dag ætlar Mýsla og Rebbi skella sér á Páska-eggja-eyju og spjalla saman. Saga dagsins verður líka og þá er gott að hafa blýant og blað tilbúið því nú reynir á smá teiknileikni. Hér svo mynd dagsins, sem þið getið náð í prentað út til að litað og svo horft á frábæran Sunnudagaskóla sem Biskupsstofa bíður uppá á YouTube.

Hér fyrir neðan er saga dagsins, Atburðir kyrruviku.